Við kíktum í Elliðavatn í lok síðustu viku og hittum þar fyrir marga veiðimenn. Einn þeirra Aðalbjörn Sigurðsson er nýbyrjaður að stunda Elliðavatn og var í raun fyrst núna, síðla sumars, að náði almennilegri tengingu við vatnið. Hann var við veiðar fyrir innan Elliðavatnsbæinn við Myllulæk. Hann hafði veitt fallegan urriða þetta kvöld og við tókum hann tali og spurðum hann nánar út í fiskinn og Elliðavatnið. Hann hafði áhugaverða sögu að segja og hrósaði veiðimenningunni við vatnið. 

Urriðinn reyndist 59 cm langur og tæplega 2,5 kg. Hann tók Krókinn nr. 12 þar sem ég stóð út af Myllulæk í Elliðavatni. Ég var að nota um 10 feta taum. Næst flugulínunni er ég með 8 pund, hnýti við hann 6 punda taum og að lokum tæplega faðm af rúmlega fjögurra punda taumi. Mín reynsla af vatninu er að fiskurinn þar er vissulega taumstyggur og því nota ég svona samsetningu. Annað sem ég hef rekið mig á er að ég þarf oftar en ekki að kasta langt í vatninu á fisk sem er að vaka rétt við mörk þess sem ég næ til. Því nota ég yfirleitt sexu við veiðar í vatninu þó að í vatnaveiði kjósi ég yfirleitt léttari stangir."

Og varðandi Elliðavatnið…
„Annars finnst mér Elliðavatnið mjög vanmetið veiðivatn. Ég er sjálfur að enduruppgötva vatnið um þessar mundir eftir að hafa lítið sem ekkert veitt í því síðustu árin. Ég prófaði að skjótast þangað kvöld eitt þegar langt var liðið á júlí og frá þeim tíma er ég er búinn að fá nokkra urriða (þessi var þó sínu stærstur), tvo sjóbirtinga og talsvert af bleikju. Í eitt skiptið náði ég 19 bleikjum á um þremur tímum þegar ég hitti á torfu sem hafði bunkaði sig í kalda vatninu við ósinn á Myllulæknum. Þær tóku allar Krók nr 12 og Burtun í sömu stærð (þ.e. nr. 12). 
 
Það er líka áhugavert að við vatnið hefur skapast samfélag veiðimanna sem oftar en ekki eru meira en til í að deila reynslu sinni. Einhver skemmtilegustu kvöldin sem ég hef átt við vatnið er þegar ég hefn hitt á veiðimenn sem ég hef yfirleitt ekki séð áður og jafnvel endað á að veiða með þeim í nokkrar klukkustundir. Í öllum tilfellum enda ég á að læra eitthvað nýtt. Vatnið stendur því undir nafni sem háskóli fluguveiðimannsins, því óvíða kemst maður í návígi við betri kennara en á bökkum þess."

Aðalbjörn með 59cm urriðinn sem hann veiddi á Krókinn við ósa Myllulækjar.

 


Aðalbjörn kastar flugunni fimlega í Elliðavatni fyrr í vikunni, þar sem hann fékk 2,5 kílóa urriðann.
 
 
Með bestu kveðju

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vötnin að loka eitt af öðru
Næsta frétt
Sjóbleikjan mætt í Haukadalsvatn!