Unnendur Hraunfjarðarins ættu að gleðjast núna – en mikið magn af bleikju hefur verið að ganga í fjörðinn. Veiðimenn hafa verið að fá allt upp í 50 stk.
Við heyrðum í Hauki Böðvarssyni, sem var þar við veiðar í gærmorgun og veiddi hann um 9 fallegar bleikjur á morgunvaktinni. Flestar bleikjurnar tóku örsmáar púpur og þurrflugur.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af aflanum
Einnig fann Haukur flugubox sem er þess eðlis að eigandinn ætti að sakna þess. Sjá mynd hér fyrir neðan og ef þú kannast við að hafa tapað þessu boxi máttu gjarnan hafa samband við Hauk í síma 692-2922.
Hér fyrir ofan er fluguboxið sem Haukur fann og eigandinn getur vitjað.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments