Norðmennirnir Simen Prestaasen og Frithjof Hald kíktu í þjóðgarinn á Þingvöllum í gær. Veðrið var ekki ákjósanlegt en þeir létu sig hafa það að standa vaktina.
Þeir fengu sinn hvorn fiskinn á sjálfan þjóðhátíðardag Norðamanna sem var í gær 17. maí.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af fiskunum sem þeir fengu.
Frithjof Hald með urriðan sem hann veiddi í gær, 17. maí. Myndir: Simen Prestaasen/Tort Fly Fishing
Fallegur "turkish-blár" liturinn á urriðanum.
Verið að sleppa honum eftir góða baráttu og myndatöku.
Þrátt fyrir að veðurspáin sé ekki skapleg um helgina, má alltaf klæða veðrið af sér.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments