Veiði hófst í Hraunsfirði 1. apríl síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur verið mjög kalt og því fáir veiðimenn nýtt sér vikuna sem nú er að líða. 

Hann Þorgils Bjarni Einarsson kíkti í Hraunsfjörðinn 1. apríl og þá var orðið íslaust en það snjóaði hressilega á hann meðan hann var við veiðarnar. Hann nefndi í spjalli okkur að það væri mikill fiskur í lóninu og hann veiddi fallegan sjóbirting sem var greinilega í miklu æti því hann var með stórt síli í maganum. Sjóbirtingurinn tók svartan nobbler.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af sjóbirtingnum sem Þorgils fékk bæði nýveiddum og þegar sjá má sílið í maga fisksins.


Pattaralegur sjóbirtingur sem Þorgils fékk í snjókomu í Hraunsfirði
1. apríl 2018 á svartan nobbler.

 


Hér má sjá að birtingurinn er í fínu æti í Hraunsfirði.

 

Það mætti því segja að það verði spennandi fyrir veiðimenn að kíkja í Hraunsfjörðinn þegar það hitnar aðeins. 

Af öðrum vatnaðsvæðum er frekar rólegt yfir, enda enn frekar kalt.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Starfsmannatilboð ISAVIA
Næsta frétt
Vatnaveiðin að byrja á sunnudaginn!