Síðustu vikur hafa verið nokkuð góðar fyrir veiðimenn við Þingvallavatn. Veðrið hefur verið hagstætt og mikið af bleikju nálægt landi og veiðimenn verið að fá hörku veiði. Nú er einnig tekið að rökkva á kvöldin og ekki ósennilegt að urriðinn fari að sýna sig í meira mæli.

Þegar líða tekur á ágústmánuð fer bleikjan að undirbúa sig undir hrygningu og sækir því nær landi í meira magni en t.d. í maí og júní.

Marcin Kurleto kíkti þangað í fyrradag og gekk vel en hann fór í Lambhagann. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr veiðitúrnum hans.

 


Marcin Kurleto með boltableikju úr Þingvallavatni.


Mynd tekin undir yfirborðinu.


Svartar púpur með kúluhaus gefa vel í Þingvallavatni. Þessi bleikja féll fyrir einni slíkri.

 

Við þökkum Marcin fyrir myndirnar og hvetjum veiðimenn til að senda okkur fleiri myndir frá veiðisumrinu og fréttum um gang mála.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Rígvæn bleikja
Næsta frétt
Svínavatn í Húnavatnssýslu