Marcin Kurleta hefur kíkt í Kleifarvatnið á Reykjanesi síðustu daga og veitt vel. Í fékk hann t.d. fallega 50 sm bleikju og brúnleita púpu en hann hefur fengið 17 bleikjur þar síðustu daga.

Í vatninu veiðast einnig fallegir rígvænir urriðar en bleikjustofinn en fiskistofnarnir í vatninu hafa átt undir högg að sækja eftir jarðskjáltana sem breyttu vatnhæðinni talsvert á sínum tíma.

Því er frábært að heyra af því að bleikjan er enn í góðum málum í vatninu.

Hér fyrir neðan er mynd af Marcin með vænu bleikjuna sem hann fékk í gær.


Marcin með væna bleikjur úr Kleifarvatni


Hér eru flugurnar sem hann notar
mest í vatninu. Þessi brúna gefur best.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Hraunfjörður og Baulárvallavatn. Woolly Bugger?
Næsta frétt
Vötnin í góðum málum! Silungsveiðin í blóma!