Svo virðist sem að kuðungableikjan sé loksins mætt í þjóðgarðinn og er hún vel væn. Wojciech Sasinowski var við veiðar í morgun og fékk hann 3 rígvænar kuðungableikjur.

Þegar sólin kom og fór að skína í morgun mætti kuðungableikjan til leiks. Þær voru mjög sýnilegar á milli 8 og 9 í morgun. Hann fékk 3 fallegar bleikjur sem voru á bilinu 3,5 – 4 pund.

Það hefur verið óvanalega kaldur maímánuður og bleikjan sein á ferðinni. Urriðinn hefur einnig lítið verið á ferðinni þar þó svo einn og einn veiðimaður hefur verið að fá nokkra urriða en það hefur þurf að hafa mikið fyrir hverjum fiski.

Hér fyrir neðan eru myndir af Wojciech síðan í morgun.


Wojciech með fallega bleikju við Þingvallavatn í morgun.

 


Hér er önnur falleg bleikja sem hann fékk í morgun.

 

Við þökkum fyrir myndirnar og hvetjum veiðimenn til að vera duglegir að miðla fréttum.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vestmannsvatn gaf vel í gær!
Næsta frétt
Vodafone Vildarklúbbur