Vötnin fara nokkuð vel af stað þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska í gær.

Vífilsstaðavatn lítur vel út og hafa veiðimenn verið að fá ágætis veiði. Við lásum um menn sem voru að slíta upp nokkra fiska og einnig fréttum við af einum sem var kominn með 11 fiska í gær. Um morguninn var frekar kalt og þá var lítið eða ekkert að veiðast, en fljótlega uppúr hádegi ruku hitatölur upp og þá kviknaði svo sannarlega á veiðinni.


Það var leiðindarveður í gær en veiðimenn létu það þó ekkert á sig fá og mættu galvaskir til leiks. Mynd úr Vífilsstaðavatn í gær 1. apríl.

Einnig höfum við frétta af veiðimönnum gera fína veiði í Meðalfellsvatni.  Gústav Adolf Karlsson og Hugrún Olga Guðjónsdóttir kíktu í vatnið í gær þrátt fyrir að veðrið væri með versta móti. Hugrún fékk 51 cm urriða (sjá mynd fyrir neðan) auk tveggja smærri staðbundna urriða.  Einnig lásum við um að Sigurgeir G. Tómasson og Unnar Örn Ólafsson fóru einnig í vatnið og fengu þeir a.m.k 11 fiska. Hvítur Nobbler er flugan sem var að virka hjá þeim. 

 



Hugrún Olga Guðjónsdóttir með 51 cm urriða sem hún fékk úr Meðalfellsvatni í gær, 1.apríl.

Hraunsfjörður er orðinn nánast íslaus og er Bjarni Júlíusson, veiðieftirlitsmaður, mættur á staðinn til veiða en rétt fyrir hádegi var 5° hiti og smá austanátt. Við fáum vonandi fréttir af aflabrögðum frá honum þegar líða tekur á daginn.


Mynd tekin úr Hraunsfirði í dag 2. apríl af Bjarna Júlíussyni.

 

Við höfum ekki frétt af veiðiskap í vötnunum í Svínadal en þar mætti segja mér að urriðinn sé farinn að láta sjá sig.

 

Við biðlum til ykkar veiðimenn að senda okkur myndir og fréttir af gangi mála og minnum ykkur einnig að tengja myndir við Facebook síðuna okkar og  #veidikortid á Intagram. 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Meðalfellsvatn að gefa!
Næsta frétt
Greiðslutest