Það er kominn mars. Í huga vorveiðimanna er það stórt mál enda aðeins mánuður í að fyrstu veiðivötnin verði opnuð formlega fyrir veiðimenn. 

Þrátt fyrir að það séu ekki nema 30 dagar í fyrstu veiðidagana þá er ennþá vetrarlegt um að lítast.  Vötnin eru ísilögð og ennþá verið að loka hálendisvegum á þjóðvegi nr. 1. Þetta hefur verið kaldur vetur.  Við skulum þó vona vorið verði gott þannig að lífríki vatna og gróður verði ekki seint á ferð líkt og í fyrra, en þá var kaldasti maímánuður í áratugi.

Nú er því ekki seinna vænna fyrir veiðimenn en að byrja að undirbúa veiðidótið, raða flugunum í boxinu og byrja að skipuleggja veiðiferðir sumarsins. 

Fyrir þá sem eru orðnir spenntir er hægt að skoða yfirlit yfir opnunartíma vatnanna hér.

Svona var útlitið við Vífilsstaðavatn 1. apríl 2015.

 


Ekki hægt að segja að það hafi verið vorlegt 1. apríl 2015. 


Vignir Árnason að veiða í Vífilsstaðavatni 1. apríl 2015.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Greiðslutest
Næsta frétt
Kynning á Þingvallavatni hjá SVH