Jóhann Sigurðsson fór í veiðiferð í Hítarvatn með syni sínum Sindra Jóhannsyni,um miðjan júlí með Veiðikortið í farteskinu. Þeir lögðu snemma af stað frá Borgarnesi og veiddu í rúmlega 4 klukkustundir.

 Það hafði verið mikil hiti og bongóblíða dagana á undan og fiskurinn í miklu tökustuði og tóku þeir allir maðkinn grimmt.  Þeir hefðu eflaust getað veitt mun fleiri fiska þar sem það var ennþá góð taka þegar þeir hættu en þeim fannst þetta orðið gott.  Fallegur veiðidagur sem feðgarnir munu sennilega aldrei gleyma enda gaman að lenda í svona veislu.

 

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá veiðidegi þeirra feðga og við þökkum þeim kærlega fyrir að deila þessu með okkur og minnum veiðimenn á að nú er um að gera að fara yfir veiðimyndir sumarsins og senda okkur fréttir og myndir til að deila með öðrum veiðimönnum.

 


Sindi Jóhannson með einn af mörgum fallegum urriðum sem þeir feðgar veiddu í Hítarvatni.


Hérna er verið að landa einum!

 


Hér er Sindri með annar glæsilegan urriða.

 


Hér má sjá glæsilegan afla þeirra feðga.  Urriðinn var í miklu tökustuði þennan dag.

 

Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriðadansinn á Þingvöllum á laugardaginn
Næsta frétt
Síðasti séns!