Við greindum frá því í fréttapakkanum í gær að veiðimaður hafi kíkt í Hraunsfjörðinn. Við heyrðum í veiðimanninum sem heitir Guðmundur Aron Guðmundsson. 

Hann er búinn að kíkja í Hraunsfjörðinn í tvígang og stoppað í um 1-2 tíma í hvort skipti. Í bæði skiptin hefur hann fengið tvær fínar bleikjur og hefur hann helst verið að fá þær á flugu sem heitir Héraeyra. Allir þessir fiskar tóku eftir að hann hafði séð bleikjur vaka og þá kastaði hann á þann stað og bingó!  Bleikjan er í það minnsta mætt á svæðið þannig að það verður spennandi að fylgjast með næstu daga og vikur enda er fyrrihluti sumars góður tími í Hraunsfirði.

Hér fyrir neðan eru myndir frá Guðmundi og við þökkum honum fyrir upplýsingarnar og myndirnar.

 


Hér er Guðmundur með stærri bleikjuna sem hann fékk á Héraeyrað.


Hér er mynd bleikjunum sem hann fékk í annað skiptið.  Feitar og fallegar og góður matfiskur!

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn – Fallegur urriði!
Næsta frétt
Héðan og þaðan – 26. maí