Það er enn nokkuð kalt á hálendinu en Árni Kristinn Skúlason og Jón Stefán Hannesson skelltu sér í Frostastaðavatn síðasta sunnudag til að kanna aðstæður. 

Þar var hálf vetrarlegt um að lítast en þar var hvít jörð. Þeir slitu þó upp 10 fiska þrátt fyrir það á skömmum tíma.

Það verður spennandi að fylgjast með veiðiskap í vatninu þegar það fer að hlýna og aðstæður að batna.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Fyrri frétt
Gleðilega þjóðhátíð!
Næsta frétt
Vatnaveiðin að hrökkva í gang!