Bleikjuveiðin í Þingvallavatni hefur verið frábær það sem af er sumri. Horfa þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærilegt veiðisumar en veiðimenn hafa verið að rígvænar bleikjur og óvanalega margar.

Síðustu tvö til þrjú sumur hefur bleikjuveiðin verið vægast sagt léleg og margir veiðimenn höfðu áhyggjur af hnignun bleikjustofnsins meðan aðrir tengdu slaka bleikjuveiði síðustu ára við það að fæðuframboð bleikjunnar færi fram á meira dýpi fjær landi. Seinni kenningin virðist halda betur vatni enda virðist bleikjustofninn núna vera í góðum málum. Í þjóðgarðinum er nóg af bleikju og er hún mjög væn og algengt að menn séu að fá margar 2-3 punda bleikjur. 

Þórarinn Helgason er einn fjölmargra veiðimanna sem hefur átt góðar stundir við bakka Þingvallavatn. Hann byrjaði klukkan 9 en lítið gekk þar til klukkan var orðin 12.  Fljótlega mætti bleikjan og hann fékk eina sem hann missti í löndun og skömmu síðar setti hann í rígvæna bleikju sem hann mældi um 6 pund. Já, þær geta sannarlega verið vænar bleikjurnar úr Þingvallavatni. 

 

 


Þórarinn Helgason með boltableikju úr Þingvallavatni.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Hörku veiði í Hraunsfirði
Næsta frétt
Nice brown trout