Þá er biðin loksins á enda og nýtt veiðitímabil hefst formlega í vötnunum á morgun, 1. apríl. Þá opnar fyrir veiðimenn í Vífilsstaðavatni, Hraunsfirði svo dæmi séu tekin. Endilega kynnið ykkur opnunartíma vatnanna á heimasíðu okkar.
Vorið hefur leikið við okkur og sjaldan eru aðstæður jafn góðar á þessum tíma árs. Fínn lofthiti hefur verið síðustu daga og því má ætla að meiri líkur séu á því að fiskur sé á hreyfingu og á sama tíma meiri líkur á að setja í fisk á opnunardaginn.
Við munum fylgast með gangi mála á morgun og treystum á að veiðimenn upplýsa okkur um aðstæður til veiða.
Vinsælustu vötnin 1. apríl hafa jafnan verið Vífilsstaðavatn, Hraunsfjörður sem og vötnin sem hafa þegar opnað enda opin allt árið eins og Gíslholtsvatn.

Góða skemmtun!
Veiðikortið