Staðsetning:
Hnit: 64° 14.697'N, 21° 5.423'W
Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn
Veiðitímabil
Fluguveiðitímabil 20. apríl til 1. júní.
Önnur veiði hefst 1. júní - 15. september.
Þingvallavatn - Suðurland
Þingvallavatn er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð.
Fluguveiðitímabilið 20. apríl – 1. júní – Athugið!
Vinsamlegast athugið að aðeins er heimilt að veiða á flugu með flugustöng á tímabilinu 20. apríl til 1. júní.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Upplýsingar um vatnið
Veiðisvæðið
Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða fyrir landi þjóðgarðsins frá Arnarfelli til og með Leirutá. Öll veiði í Öxaráós er bönnuð. Hægt er að fá kort yfir veiðisvæðið um leið og veiðimenn skrá sig í þjónustumiðstöð. Helstu veiðistaðir eru í Lambhaga, Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáða, Lambhaga Nautatanga og Hallvík. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar.
Gisting
Tjaldleyfi er hægt að kaupa í þjónustumiðstöðinni. Einungis er leyfilegt að tjalda á sérmerktum tjaldstæðum. Óheimilt er að nota tjaldvagna eða fellihýsi á tjaldstæðinu í Vatnskoti.
Veiði
Í vatninu eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn. Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 4 pund. Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta. Bleikjuafbrigðin hafa þróast í vatninu á síðustu 10.000 árum.
Agn
Eingöngu leyfð veiði á flugu, maðk og spón. Í apríl og maí er einungis heimilt að veiða á flugu með flugustöng og skal öllum urriða sleppt aftur. Nefna má margar góðar flugur, en mest veiðist á litlar silungapúpur eins og t.d. Peacock, Watson Fancy, svartan Killer svo einhverjar séu nefndar. Oft reynist vel að nota langan taum og draga mjög hægt sérstaklega þar sem mikið dýpi er.
Tímabil
Fluguveiðitímabil hefst 20. apríl og stendur til 31. maí. Þá má einungis veiða á flugu og öllum urriða skal sleppt. Almennt veiðitímabilið hefst 1. júní og því lýkur 15. september. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar.
Besti veiðitíminn
Jöfn veiði er í vatninu. Mjög góð bleikjuveiði er í maí, júní og júlí. Bestu líkurnar til að veiða urriða eru seint á kvöldin.
Reglur
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum
Landverðir þjóðgarðsins á Þingvöllum sinna eftirliti og veita upplýsingar. Hægt er að hafa samband við landverði í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins á Leirum en einnig er landvörður staðsettur við vatnið með aðstöðu í Vatnskoti og sinnir eftirliti þaðan.