Þingvellir – fallegur urriði sem tók Svartan Nobbler! – – Uppfærður pistill og fleiri myndir!
Sigurður Bogason fór ásamt félögum sínum á Þingvelli snemma í morgun.  Það voru fá mættir en fjölmennt var orðið upp úr kl. 9.00. 
Eftir um klukkutíma veiði fékk Sigurður glæsilegan urriða til að taka Svartan Nobbler.  Viðureignin tók um 25 mínútur og reyndist fiskurinn vera um 11 pund. 

 Fiskurinn veiddist við Vatnskotið.  Sigurður sagði að viðureignin hafi verið ógleymanleg enda Þingvallarurriðinn gríðarlega sterkur og alveg ljóst að Þingvallavatnið verði mikið stundað á næstunni!
Um kvöldið fór Sigurður aftur á Þingvellina með Svarta nobblerinn og fékk tvo til viðbótar – 7 og 9 punda urriða.  Urriðinn sem var 9 pund var merktur með merki frá Laxfiskum.  Þetta hefur verið fullkominn dagur, en að fá 3 urriða 7, 9 og 11 pund og allt á flugu hlýtur að teljast frábær árangur!
Örn Guðmundsson var einnig við veiðar um kvöldið og sendi hann okkur skemmtilegar myndir í dag, m.a. af honum og Sigurði.  Hann fékk einnig flottan urriða eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. 
Þeir sem fá merkta fiskar eru beðnir um að setja sig í sambandi við Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum.
Hér má sjá myndir frá Sigurði.
 
Sigurður Bogason með fallegan urriða sem hann fékk á Þingvöllum 1. maí 2010 á Svartan Nobbler á morgunvaktinni.
 
Önnur mynd af 11 punda urriðanum. Skemmtilegt að veiða svona fisk á létta silungastöng!
Hér fyrir neðan er myndasyrpa sem Örn Einarsson sendi okkur eftir kvöldvaktina og þar á meðal eru myndir af Sigurði og Erni með urriðana sem þeir fengu um kvöldið.
 
Sigurður með annan urriðan sem hann fékk á kvöldvaktinni á Svartan Nobbler.
 
Örn Guðmundsson með fallegan urriða sem hann fékk á maðk á sömu slóðum.
 
Sigurður með allt í keng!  Í bakgrunn má sjá bryggjuna góðu við Vatnskotið.
 
Fallegur urriði!
 
(Haf)Örn með fallegann urriða. 
 
Við þökkum Sigurði og Erni fyrir fréttirnar og myndirnar.
 
Mk,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan – 8. maí
Næsta frétt
Kuldalegt en fallegt veður þegar Elliðavatn opnaði í dag!