Við heyrðum í írska veiðimanninum Michael Murphy sem er orðinn fastagestur hér á landi, en hann veiðir mikið í kringum Hraunsfjörð. Hann og félagi hans, Iain Muir frá Achiltibuie í Skotlandi, eru búnir að vera síðustu daga í Hraunsfirði og Baulárvallavatni en ákváðu að prufa Haukadalsvatnið í gær.  Á skömmum tíma fengu þeir um 10 bleikjur sem voru þó frekar smáar en þeir ætla að veiða þar betur í dag.

Haukadalsvatn er gott síðsumarsvatn, enda uppistaðan í veiðinni þar sjóbleikja. 

Hér fyrir neðan er mynd af Iain Muir með fyrstu sjóbleikjuna sína sem hann fékk í Haukadalsvatni í gær.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Háskóli fluguveiðimannsins!
Næsta frétt
Huge brown trouts in lake Thingvellir these days