Úlfljótsvatn hefur að geyma rígvæna urriða og veiðast þar nokkrir vænir á hverju ári.
Grzegorz Rokuszenski var að veiða fyrir neðan skátasvæðið í gær og fékk þar svakalega fallegan urriða sem vóg 9,2 kg. og var hann 87 sm. langur. Þetta er stærsti urriðinn sem við höfum heyrt af úr vatninu það sem af er sumri og jafnvel síðustu sumrum meðtöldum.
Hér fyrir neðan má sjá Grzegorz með stórurriðann.
Grzegorz með fiskinn væna. Sennilega einn stærsti urriðinn úr vatninu síðustu ár.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments