Sigurður Karlsson kíkti í Hraunfjörðinn í morgunsárið og lenti í hörku veiði þar og nokkuð ljóst að bleikjan er að mæta í vatnið. Hraunsfjörður er einn af bestu sjóbleikjuveiðistöðum á landinu og því gott að heyra að bleikjan sé byrjuð að ganga upp í lónið.
Hann var við veiðar í um 4 tíma og fékk um 17 bleikjur. Veiðin hóft rólega en svo hrökk allt í gang og hann lenti í veislu. Bleikjurnar tóku Krókinn sem er sú fluga sem hefur verið að sanna sig sem ein öfugasta silungapúpan jafnt í vötnum og straumvatni.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af bleikjunum og þökkum við Sigurði fyrir upplýsingarnar og myndina.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments