Einar Guðnason, kenndur við Fluguveiðiskólann Veiðiheim, skaust á Þingvelli fyrir nokkrum dögum ásamt félaga sínum og fengu þeir nokkrar fallegar bleikjur. Þær voru ekki mældar né viktaðar en eins og sjá má á myndunum eru þetta stórglæsilegar bleikjur.
Einar með flotta bleikju!
Þessi bleikja var nánast jafnstór.
Fallegir litirnir í bleikjunni!
Í pistill okkar í gær vantaði inn myndir sem við fengum sendar frá Benedikt Þorgeirssyni, en hann fékk fallega bleikju 3. júní sem hann mældi 77,5cm að lengd og tók hún Peacock #12.

Benedikt Þorgeirsson með risa bleikju úr Þingvallavatni. Sjáið hversu stórir uggarnir eru!

Þarna má glögglega sjá hversu stór þessi bleikja er!

Benedikt Þorgeirsson með flotta bleikju.
Við þökkum veiðimönnum fyrir að senda okkur myndir.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments