Það er ánægjulegt þegar fjölskyldan fer saman í veiði og nýtur þess að vera út í náttúrunni og renna fyrir silung.

Einar Margeir, kona hans Hafdís Þóra og sonurinn Daníel Hrafn sem er 6 ára kíktu í Gíslholtsvatn á dögunum. Daníel Hrafn skemmti sér heldur betur vel enda fékk hann fisk og gleðin leynir sér ekki eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Það er nokkuð klárt að fjölskyldan á eftir að fara í fleiri vatnaleiðangra í sumar, amk ef að sonurinn fær að ráða.


Daníel Hrafn með fallega bleikju úr Gíslholtsvatninu.


Hafdís Þóra stóðst ekki mátið og vonandi komin með veiðiáhugann!

 

Nú er sumarið að koma og við hvetjum fjölskyldur til að njóta stunda við vatnaveiðar þar sem allir geta notið sín út í náttúrunni.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Tilboð fyrir Einkaklúbbinn
Næsta frétt
Risaurriði úr Kleifarvatni