Veiðimenn um allt land þekkja þá tilfinningu að bíða spenntir eftir því að veiðitímabilið hefjist á ný. Til að stytta biðina og halda spennunni gangandi hafa margir tekið upp þá skemmtilegu hefð að hnýta flugur, eða Febrúarflugur, þar sem áhugamenn um fluguhnýtingar deila hugmyndum og veita hver öðrum innblástur.
Febrúarflugur er samfélagsverkefni sem hefur notið sívaxandi vinsælda meðal veiðimanna á Íslandi. Hugmyndin er einföld – í febrúar mánuði hnýta þátttakendur flugur og deila myndum á FB síðu Febrúarflugna. Þetta skapar einstaka stemmingu auk þess sem nýjar hugmyndir kvikna og færni í hnýtingum eykst.
Ekki skiptir máli hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn í fluguhnýtingum – allir geta tekið þátt og lagt sitt af mörkum. Með því að halda hnýtingarfærninni við og deila þekkingu með öðrum verður biðin eftir veiðitímabilinu skemmtilegri og auðveldari.
Fylgist með Febrúarflugum á Facebook og taki þátt í þessum lifandi og skemmtilega viðburði!