Það er búið að vera fín veiði í sumar í Þveit.  Menn hafa verið að fá mest af urriða, sjóbirting og meira að segja töluvert af álum hafa veiðst.  Margir urriða í kringum 4-5 pundin hafa komið á land.  Töluvert af sjóbirting gengur í Þveit og er því hægt að veiða þarna eitthvað inn í haustið, en veiði er leyfð til 30. september.

Óvanalega mikið hefur veiðst af áli í sumar.  Aðallega hefur hann tekið hjá þeim sem hafa beitt makríl. 
Ef þú ert á austurleið mælum við með að þú kíkir við í Þveit sem er rétt við þjóðveginn.
Einnig er búið að vera fín veiði í Víkurflóði við Kirkjubæjarklaustu en þar er einnig hægt að veiða sjóbirting í bland við staðbundinn fisk.  Þar má einnig leigja smáhýsi eða hótelherbergi.
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Haukadalsvatn – fín sjóbleikjuveiði síðustu daga.
Næsta frétt
Þingvellir – Fallegur morgunn!