Þessa dagana hefur Elliðavatn skartað sínu fegursta. Vatnið virðist vera fullt af fiski og fiskar að vaka nánast hvert sem litið er. Ástæða þess er góð veðrátta og fiskurinn sækir í púpur sem eru að klekjast út.

Það er sem sagt eitt besta tímabil í gangi núna til að njóta Elliðavatn og við hvetjum veiðimenn til að láta ekki þennan tímaramma framhjá sér fara.

Við minnum veiðimenn einnig á að vera duglega að skrá afla á veidikortid.is/veidiskraning

 

Góða skemmtun!

Veiðikortið

Fyrri frétt
Ekki missa af þessum tíma!
Næsta frétt
Frábær sumarhátíð veiðimanna