Þó nokkrir veiðimenn hafa kíkt á Þingvelli og veitt í þjóðgarðinum síðan opnað var fyrir veiði á sunnudaginn.

Í gær var fallegur sunnudagur en þó frekar fáir að veiðum þar í gærkvöldi, en kvöldin eru oft best tíminn þegar verið er að eltast við urriðann. Í Vatnskotinu voru um fjórir veiðimenn og Brynjar Páll Jóhannesson einn þeirra.  Hann fékk þennan fallega 60 cm urriða í Vatnskotinu í gærkvöldi á straumfluguna Black Ghost.

 

 

Það verður spennandi að fylgjast með veiðinni þar næstu daga en við minnum á að aðeins er heimilt að veiða með flugu á flugustöng til 1. júní og skal öllum urriða sleppt.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

Fyrri frétt
Sumarhátíð við Elliðavatn sumardaginn fyrsta!
Næsta frétt
Páskaveiði um helgina og fleiri vötn að opna fyrir veiði!