Í dag, 15. september, er síðasti veiðidagurinn í mörgum vinsælum veiðivötnum eins og Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni og Frostastaðavatni. Það er því um að gera fyrir veiðimenn að kíkja í veiði í dag áður en haustið skellur á. Búið er að vera fín veiði í Elliðavatni í allt sumar og mikið af urriða að sýna sig. Einnig hefur urriðaveiðin verið fín í Þingvallavatni en bleikjuveiðinþar frekar látið á sér standa.

Við viljum nota tækifærið og minna veiðimenn á að skrá veidda fiska í sumar hér: https://veidikortid.is/veidiskraning/

Daníel Karl Egilsson fór í Þingvallavatn í fyrrakvöld og fékk þennan væna urriða rétt undir myrkur!

 

Með kveðju,

Veiðikortið

 

Fyrri frétt
Urriðadans í Öxará næsta laugardag!
Næsta frétt
Veiðitúr á Skagaheiði – enn hægt að leigja hús