Birkir Már var að veiða á Þingvöllum, nánar tiltekið í Lambhaganum þann 13. ágúst með föður sínum og frænda.  Þegar þeir voru að því komnir að hætta veiðum, þar sem sólin var að setjast, þá tók þessi fallegi urriði spúninn nánast þegar hann lenti á vatnsborðinu.

Urriðinn synti nánast að landi eftir að hann hafði fest sig þannig að þeir gerðu sér ekki alveg grein fyrir stærðinn til að byrja með.  Þó voru þeir vissir um að þetta væri enginn tittur og voru jafnvel að giska á að þetta gæti verið 5-8 punda fiskur.  Síðan varð allt fast og þá töldu þeir að hann hefði jafnvel náð að vefja girninu utan um stein eða eitthvað slíkt.  Eftir að þeir kipptu aðeins í þá færði hann sig lítillega og síðan byrjaði fiskurinn að taka þvílíkar rokur fram og tilbaka og þá gerðu menn sér grein fyrir hverskonar fiskur væri á og veiðimaðurinn skynjaði þennan ofurkraft Þingvallaurriðans. 
 
Birkir Már með urriðann góða.
Eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu náðist að landa fisknum en erfiðlega gekk að háfa fiskinn þar sem hann var nokkrum númerum of stór fyrir háfinn sem var þó ekki af minnstu gerð.  Urriðinn var 87 cm og 20,1 pund!
Við óskum Birki til hamingju með þennan glæsilega fisk og vekjum athygli á því að búið er að loka fyrir veiðar í Þingvallavatni, en síðasti veiðidagur þar var í gær 15. september. 
Við höfum heyrt margar sögur af glæsilegum urriðum í Þingvallavatni í sumar og greinilegt að stofninn er orðinn mjög öflugur.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Myndasyrpa frá Urriðadansi 2011 – þvílík tröll!
Næsta frétt
Héðan og þaðan.