Við höfum fengið margar fréttir af veiðimönnum síðustu daga og má segja að veðrið síðustu daga hafi haft góð áhrif á lífríki vatnanna og er fiskurinn því farinn að taka sæmilega vel. 
Þingvellir:
Bleikjan hefur verið að sýna sig síðustu daga og margir fengið fína veiði og er bleikjan mjög væn eins og algent er fyrrihluta sumars.  Þórir Grétar fékk t.d. glæsilega 2kg bleikju þar í gærkvöldi. 

 
Tveggja kílóa bleikja sem Þórir Grétar fékk á Þingvöllum 30. maí
Halldór Gunnarson fór í Vatnskotið á Þingvöllum annan í Hvítasunnu og fékk 4 fallegar bleikjur, ein var hálft pund, önnur 1 pund og síðan fékk hann 2 og 3 pund sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan:
 
Halldór með 2 og 3 punda bleikjur úr Vatnskotinu
 
Einnig fengum við senda mynd frá því í fyrrasumar frá Róberti Árna, en hann lenti í ævintýralegri bleikju þar í fyrra en hún var 2.8 kg og 57 cm.   Hún tók rauða lyppu. 
 
Hnöttótt 57cm bleikja sem vó 2,8 kg.  Róbert Árni fékk þessa boltableikju í fyrrasumar.
 
Feðgarnir Björgvin Hilmarsson og Hilmar Hansson skelltu sér á Þingvelli II í vikunni – þ.e.a.s. í landi Ölfusvatnslands og þar fengu þeir fína veiði – eitthvað af urriðum og einhverjar bleikjur.  Hér fyrir neðan má sjá mynd af Björgvini Hilmars með fallegann urriða.
Björgvin með feiknafínan urriða sem hann fékk í landi Ölfusvatns (Þingvallavatn II)
Ef við færum okkur niður í Úlfljótsvatn þá hafa menn verið að slíta upp eina og eina bleikju þar síðustu dagana.  Ríkharður Hjálmarsson hefur mikið dálæti af Úlfljótsvatni og vildi hann kanna hvort að bleikjan væri eitthvað farin að sýna sig.  Hann fór ásamt félaga sínum og fengu þeir fína bleikjuveiði og má sjá létta myndasyrpu hér fyrir neðan.
 
Falleg bleikja úr Úlfljótsvatni 30. maí 2012
 
Stórglæsilegur afli hjá Ríkharði og félaga.
 
 
Ein komin í háfinn!
 
 
 
 
 
 
Gaman af þessum myndum sem teknar eru undir yfirborðinu. 
 
Við þökkum veiðimönnunum kærlega fyrir myndaveisluna!
 
Einnig er gaman að segja frá því að bleikjuveiðin í Hraunsfirðinum er mjög góð þessa dagana og eru bleikjurnar öllu jöfnu mjög vænar. 
Einnig heyrðum við að tveimur veiðimönnum sem fengu fína veiði í Hópinu, en þeir voru að veiða við útfall og með Björgum.  Lítið gekk eftir 3 klst. en þá var settur undir svartu Tópý og þá fóru hlutirnir að gerast og fengu þeir marga sjóbirtinga allt upp í 7 pund.  Heildaraflinn var viktaður og vó hann 27kg sem veiðimennirnir fengu á tveggja klukkustunda tímabili.  Gaman að heyra þegar veiðimenn lenda í svona veiðiveislu!
 
Það verður gaman að sjá hvernig veiðimönnum gengur um helgina en veðurguðirnir lofa mikilli blíðu og þá er fátt notalegra en að standa út í vatni og renna fyrir bleikju.
Hvetjum veiðimenn til að miðla myndum og fréttum til okkar en klárlega munu veiðimenn vera duglegir um helgina.
 
Með veiðikveðju,
 
Veiðikortið
veidikortid@veidikortid.is

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fleiri fallegar bleikjur frá Þingvöllum!
Næsta frétt
Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang!