Staðsetning:
Hnit: 64° 53.224'N, 22° 11.512'W
Daglegur veiðitími
Leyfilegt er að veiða allan sólarhringinn.
Veiðitímabil
Heimilt að veiða allt árið um kring.
Hlíðarvatn í Hnappadal - Vesturland
Hlíðarvatn er í Kolbeinsstaðahreppi og er við Heydalsveg nr. 55.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Ekið er inn á Snæfellsnesið við Borgarnes og þaðan er beygt inn á Heydalsveg, malarveg sem er merktur Búðardalur og ekið eftir honum um 10 km og þá er vatnið á hægri hönd. Vatnið er í um 130 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 50 km frá Borgarnesi.
Upplýsingar um vatnið
Hlíðarvatn í Hnappadal er gjöfult og vinsælt veiðivatn. Sérkenni vatnsins eru að vatnshæð breytist mikið yfir sumarið og veiðistaðir í hrauninu breytast því talsvert milli mánaða. Vatnið er rúmlega 4 km2 og mesta dýptin er um 20m. Það stendur í um 75 m. hæð yfir sjávarmáli.
Veiðisvæðið
Heimilt er að veiða fyrir landi Hraunholta sem er vestari hluti vatnsins. Veiðimörk eru miðuð við Svartaskúta í suðri og Hermannsholts í norðri. Sjá veiðimörk á korti. Vinsælustu staðirnir eru Hraunið, Rif og Víkin.
ATH. Veiðikortið gildir aðeins í landi Hraunholta - sjá kort. Einnig er hægt að kaupa veiðileyfi og tjaldsstæði í Hallkelsstaðahlíð, fyrir þá sem vilja.
Gisting
Veiði
Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar.
Agn
Leyfilegt agn er allt almennt agn eins og t.d. fluga, maðkur, baunir og spónn.
Besti veiðitíminn
Reglur