Staðsetning:
Hnit: 64° 18.972'N, 21° 35.780'W
Daglegur veiðitími
Frá kl. 7:00 - 22:00
Veiðitímabil
Hefst 19. apríl og lýkur 20. september.
Meðalfellsvatn - Suðurland
Meðalfellsvatn er í Kjósarhreppi.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi
Um 50 km. akstur er frá Reykjavík. Keyrt er inn í Hvalfjörð rétt áður en komið er að Hvalfjarðargöngum. Síðan er beygt til hægri og ekið frá Hvalfirði um veg nr. 461 sem liggur að vatninu.
Upplýsingar um vatnið
Vatnið er um 2 km2 að stærð og um 18 m. djúpt þar sem það er dýpst. Vatnið stendur í 46 metra hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Sandsá og Flekkudalsá en úr því fellur Bugsa sem rennur í Laxá í Kjós. Lax og sjóbirtingur gengur úr Laxá í gegnum Bugðu og í vatnið.
Veiðisvæðið
Heimilt er að veiða í öllu vatninu. Bannað er þó að veiða nær ósum en 50 metra. Athugið að veiðisvæðið við upptök Bugðu er vaktað og séu veiðarfæri nær ós en 50 metrum mega menn búast við fjársektum og upptöku veiðarfæra.
Gisting
Hægt er að kaupa gistingu í nágrenninu. Má þar nefna Ferðaþjónustuna Hjalla og Eyrarkot.
Veiði
Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtÍngur og lax. Urriðinn veiðist best fyrrihluta sumars. Lax gengur oft hratt upp í vatn og hafa menn veitt grálúsuga laxa upp í vatni þannig að mögulegt er að veiða lax frá miðju sumri og út veiðitímabilið. Þar sem mikið er af smábleikju í vatninu hentar það mjög vel fyrir ungviðið.
Agn
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
Besti veiðitíminn
Frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Vorveiðin er einnig jafnan góð.
Reglur
Annað
Mjög þægilega aðkoma er á vatninu og er tilvalið fyrir fjölskylduna að skjótast í vatnið til veiða.
Veiðivörður
Veiðiverðir við Laxá í Kjós og Bugðu sinna veiðieftirliti í Meðalfellsvatni.