Vatnaveiðin hefst formlega um næstu mánaðarmót!
Þann 1. apríl verður opnað formlega fyrir veiði í nokkrum vötnum innan Veiðikortsins. Veturinn hefur verið óvenju mildur og má reikna með að óvenju mikið líf verði í vötnum í apríl.

 

Við Vífilsstaðavatn 1. apríl 2012 en þá voraði nokkuð snemma og veiðimenn voru í fiski!
 

Hér er Eiður Kristjánsson með eina smábleikju sem hann fékk þennan stutta tíma sem Veiðikortið staldraði við.
 
Það eru margir skemmtilegir kostir í boði fyrir þá sem vilja skella sér í veiði þann 1. apríl, en þá opna eftirfarandi vötn:
Hraunsfjörður
Vatnasvæðið í Svínadal (Geitabergsvatn, Eyrarvatn og Þóristaðavatn)
Vífiilsstaðavatn
Syðridalsvatn
Þveit við Hronafjörð
 
Einnig eru neðangreind vötn opin frá því ísa leysir:
Baulárvallavatn
Hraunsfjarðarvatn
Sauðlauksdalsvatn
Gíslholtsvatn
Urriðavatn 
Víkurflóð
 
Það verður því úr nógu að moða fyrir veiðimenn sem vilja byrja veiðitímabilið 2017 með látum!
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Bláa lónið – starfsmannatilboð
Næsta frétt
Starfmannatilboð Íslandsbanka