Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!
Breytingar fyrir 2017
Það er ánægjulegt að kynna að Berufjarðarvatn sem nýtt vatn innan vébanda Veiðikortsins. Um er að ræða lítið og fengsælt vatn rétt við Hótel Bjarkarlund við þjóðveginn.
Meðalfellsvatn mun hins vegar detta út fyrir komandi ár. Aðrar breytingar eru ekki á döfunni þannig að handhafar Veiðikortsins geta veitt á 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið á óbreyttu verði eða kr. 6.900.
Útlitið á Veiðikortinu 2017
Á forsíðu bæklingsin má sjá ungan veiðimann við veiðar í Kleifarvatni. Á kortinu sjálfu er veiðimaðurinn að velja sér flugu til að egna fyrir urriða í vatninu. Myndirnar eru teknar af Golla (Kjartani Þorbjörnssyni).
Hér má sjá forsíðu bæklingsins 2017 og mynd af kortinu hér fyrir neðan.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Berufjarðarvatni sem er nýtt vatn innan Veðikortsins.
Það er fallegt við Berufjarðarvattn og hentar vel fyrir fjölskyldufólk. Mikið er að silungi í vatninu.
Við höfum þegar hafið sölu á Veiðikortinu 2017 á vefsíðu okkar og munu pantanir verða afgreiddar um leið og það verður tilbúið til dreifingar.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
0 Comments