Staðsetning:
Hnit: 64° 49.440'N, 14° 12.661'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.

Veiðitímabil
Hefst 1. maí og lýkur 30. september.

Kleifarvatn í Breiðdal - Austurland

Kleifarvatn er í Breiðdal.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Fjarlægð er um 600 km. frá Reykjavík og 75 km. frá Egilsstöðum.

Upplýsingar um vatnið

Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif.  Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2.

Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt stök leyfi í ýmis vötn

Kaupa

Veiðisvæðið

Veiða má við alla bakka vatnanna.

Gisting

Veiðikortshöfum er heimilt að tjalda endurgjaldslaust við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við veiðivörð. Ekki er hreinlætisaðstaða á staðnum.

Veiði

Urriði eru í báðum vötnunum og er algengt er að silungurinn sé um 2 pund en hann getur orðið mjög vænn.

Agn

Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spúnn.

Besti veiðitíminn

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.

Annað

Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði.

Reglur

Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig með því að senda SMS á 858-7354 eða 845-6603 og senda inn númer Veiðikorts.  Sýna þarf Veiðikortið og skilríki þegar og ef veiðivörður óskar eftir því við vatnið.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Þóra M. Aradóttir GSM: 845-6603 eða Gunnlaugur Ingólfsson, GSM: 858-7354. Innri-Kleif.