Veiðisvæði

Staðsetning:  

Hreðarvatn er í Norðurárdal við þjóðveg nr. 1.
 

Leiðarlýsing:

Ekið er Norðurárdalinn og beygt vestur rétt sunnan við Bifröst. Vatnið er í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 30 km frá Borgarnesi..
 
 

Upplýsingar um vatnið:

Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi skammt frá Bifröst. Vatnið er um 1 km2 og mesta dýptin er um 20m. Það stendur í um 56 m. hæð yfir sjávarmáli.
 
 

Veiðisvæðið:  

Heimilt er að veiða í Hreðavatnslandi sem er norðanmegin í vatninu. Sjá veiðimörk á korti..
 
 

Gisting: 

Bannað er að tjalda við vatnið en ýmsir ferðaþjónustuaðilar eru í nágrenninu.
 

Veiði:  

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar..
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.
 

Tímabil: 

Veiðitímabil hefst 20. maí og lýkur því 30. september.
 

Agn:  

Leyfilegt magn er fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Best er að veiða í Hreðavatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið.
 

Reglur: 

Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. 
Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl.

Öll bátaumferð er bönnuð.

 

 

ozio_gallery_nano
 
 
 
 


View Larger Map