Fréttir
Maí 2017

Það hafur verið fín veiði í Vestmannsvatni það sem af er sumri. 

Sveinn Þór Arnarsson, fluguhnýtari með meiru, kíkti í vatnið í gær ásamt veiðifélaga sínum. Þar var mikið líf og þeir lönduðu 18 fiskum. Mest urriða einn einnig nokkrum væntum bleikjum. Fiskarnir tóku flestir flugu eftir Svein sjálfan sem heitir Naggur, en það er ólífurgræn og rauð púpa sem gefur vel bæði í urriða og bleikju. Bleikjan tók mjög grant og settu þeir í margar sem náðust ekki á land.  Sveinn sagði að það hefði verið mjög góð taka meðan það var smá andvari, en um leið og það féll í dúnalogn snarhætti fiskur að taka en þess ber að geta að mikið flugnaklak var í gangi við vatnið í gær.

Lesa meira...

Svo virðist sem að kuðungableikjan sé loksins mætt í þjóðgarðinn og er hún vel væn. Wojciech Sasinowski var við veiðar í morgun og fékk hann 3 rígvænar kuðungableikjur.

Þegar sólin kom og fór að skína í morgun mætti kuðungableikjan til leiks. Þær voru mjög sýnilegar á milli 8 og 9 í morgun. Hann fékk 3 fallegar bleikjur sem voru á bilinu 3,5 - 4 pund.

Lesa meira...

Frekar rólegt hefur verið að urriðamiðum í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins frá því opnað var fyrir veiði þann 20. apríl s.l. Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska og því frekar fáir við veiðar og fáir fiskar sem komu á land fyrstu dagana. Síðustu dagar hafa þó verið ágætir og hafa veiðimenn vera að slíta upp einn og einn fisk.  

 

Lesa meira...

Apríl 2017

Sumardagurinn fyrsti er á morgun þrátt fyrir að veðurfræðingarnir segi okkur annað. Það er stór tímamót fyrir vatnaveiðimenn því þá hefst veiðin formlega í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins og Elliðavatni.

Lesa meira...

 
Við heyrðum í kafara sem hefur kafað mikið bæði í Þingvallavatni og fleiri vötnum, þ.m.t. Kleifarvatni.
Mars 2017

Það er spennandi helgi framundan. Vorveiðin hefst formlega á morgun 1.apríl. 

Lesa meira...

Vatnaveiðin hefst formlega um næstu mánaðarmót!
Þann 1. apríl verður opnað formlega fyrir veiði í nokkrum vötnum innan Veiðikortsins. Veturinn hefur verið óvenju mildur og má reikna með að óvenju mikið líf verði í vötnum í apríl.
Janúar 2017

Þriðja árið í röð mun FOS.IS standa fyrir hnýtingarviðburði nú í febrúar. Eins og áður fer viðburðurinn fram á Facebook þar sem hnýtarar setja inn myndir af þeim flugum sem þeir eru að hnýta og áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar geta virt afraksturinn fyrir sér.

 

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: