Fréttir
Október 2017
URRIÐADANS Í ÖXARÁ
 
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 14. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann. Þetta verður í 15. skiptið í röð sem gangan er haldin.
September 2017

Við birtum fregnir af boltaurriða sem Cezary fékk í gær, en í dag fengum við einnig fréttir frá Wojcieck Sasinowski sem hefur kíkt í þjóðgarðinn síðustu kvöld til að eltast við urriðann. Síðustu daga hefur hann fengið þrjá fiska sem mældust 88, 89 og 91 cm. 

Lesa meira...

Nú þegar aðeins tveir dagar eru eftir af veiðitímabilinu í Þingvallavatni er rétt að minna veiðimenn á að þegar rökkva tekur á kvöldin mætir risaurriðinn í meira mæli.

Lesa meira...

Ágúst 2017

Nú er haustið fara að banka á dyrnar þegar veiðitímabilinu fer að ljúka formlega í nokkrum vötnum. Í dag er t.d. síðasti dagur veiðitímabilsins í Hítarvatni. Eftir rúmar tvær vikur eða 15. september verður lokað fyrir veiðar í Vífilsstaðavatni, Þingvallavatni, Elliðavatni og Berufjarðarvatni. Fleiri vötn loka fyrir veiðar 31. september.

Við hvetjum veiðimenn til að nota þessa síðustu daga vel en september er gjarnan skemmtilegur tími í vatnaveiðinni þrátt fyrir að dagarnir séu farnir að styttast.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Aron Jarl Hillers skellti sér í þjóðgarðinn á Þingvöllum og fékk þennan fallega bleikjuhæng þar í fyrradag. Fiskurinn var 58 sm og tók hann Svartan kuðung #12. Bleikjan fékk síðan að synta aftur í vatnin að myndatöku lokinni enda á þessi hængur eflaust eftir að sinna ýmsum fiskiræktarmálum áður en vetur gengur í garð.

Lesa meira...

Síðustu vikur hafa verið nokkuð góðar fyrir veiðimenn við Þingvallavatn. Veðrið hefur verið hagstætt og mikið af bleikju nálægt landi og veiðimenn verið að fá hörku veiði. Nú er einnig tekið að rökkva á kvöldin og ekki ósennilegt að urriðinn fari að sýna sig í meira mæli.

Lesa meira...

Svínavatn í Húnavatnssýslu er gjöfult og aðgengilegt veiðivatn skammt frá Blönduósi. 

Nokkrir vaskir ungir veiðimenn kíktu í vatnið í landi Reykja um verslunarmannahelgina og fengu fína silunga á skömmum tíma á spún. Það er mikið af fiski í vatninu og þægileg aðkoma.

Lesa meira...

Það er sannkallaður draumatími silungsveiðimanna um þessar mundir. Bleikjan er komin nær landi og urriðinn farinn að færast nær landi þegar skyggja fer. 

Veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði úr Þingvallavatni síðustu daga í blíðunni. Björn Vigfús Metúsalemsson og Atli Bess Reynisson áttu frábæra vakt þar í morgun og lönduðu fallegum bleikjum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: