Fréttir
Júlí 2018

Sigurður Karlsson kíkti í Hraunfjörðinn í morgunsárið og lenti í hörku veiði þar og nokkuð ljóst að bleikjan er að mæta í vatnið. Hraunsfjörður er einn af bestu sjóbleikjuveiðistöðum á landinu og því gott að heyra að bleikjan sé byrjuð að ganga upp í lónið.

Lesa meira...

Júní 2018

Bleikjuveiðin í Þingvallavatni hefur verið frábær það sem af er sumri. Horfa þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærilegt veiðisumar en veiðimenn hafa verið að rígvænar bleikjur og óvanalega margar.

Lesa meira...

Maí 2018

Norðmennirnir Simen Prestaasen og Frithjof Hald kíktu í þjóðgarinn á Þingvöllum í gær. Veðrið var ekki ákjósanlegt en þeir létu sig hafa það að standa vaktina.

Þeir fengu sinn hvorn fiskinn á sjálfan þjóðhátíðardag Norðamanna sem var í gær 17. maí.

Lesa meira...

Það hefur ekki farið framhjá veiðimönnum að veiðitímabilið er farið af stað og fiskur farinn að veiðast víða. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkrar fréttir héðan og þaðan.

Lesa meira...

Apríl 2018
Meðalfellsvatn í boði fyrir handhafa Veiðikortsins 2018!
 
Veiðikortið hefur gert samkomulag við veiðiréttarhafa Meðalfellsvatns um að handhafar Veiðikortsins 2018 geti veitt í Meðalfellsvatni á komandi sumri.
Á sama tíma mun ekki vera hægt að kaupa önnur sumarkort í vatnið önnur en Veiðikortið.
 
Vatnið verður opnað fyrir veiðimönnum sumardaginn fyrsta, sem er 19. apríl n.k. eða á fimmtudaginn í næstu viku.
 
Þetta er eflaust mikil gleðitíðindi fyrir aðdáendur vatnsins að það sé komið aftur í kortið en Meðalfellsvatn hefur verið mjög vinsælt veiðivatn í gegnum árin. 
 
Þess ber að geta að upplýsingar og reglur um veiði á svæðinu verður aðeins á vef okkar þar sem búið er að prenta bæklinginn fyrir 2018. Við hvetjum veiðimenn til að kynna sér veiðireglur við vatnið áður en haldið er af stað til veiða.
 

Veiði hófst í Hraunsfirði 1. apríl síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur verið mjög kalt og því fáir veiðimenn nýtt sér vikuna sem nú er að líða. 

Lesa meira...

Mars 2018

Þá er loksins farið að koma að því að nýtt veiðitímabil hefjist formlega. Veiðimenn eru sjálfsagt farnir að ókyrrast, sérstaklega þar sem vötnin á láglendi eru svo gott sem íslaus. Það er því ekki ólíklegt að það verði margt um manninn á sunnudaginn, sem er páskadagur. Væntanlega munu einhverjir vilja hressa sig við eftir páskaeggjaátið og viðra sig og renna fyrir silung.

Lesa meira...

Febrúar 2018

Þrátt fyrir að það sé allt á kafi í snjó um allt land þá er farið að styttast all verulega í næsta veiðitímabil. Nú er febrúarmánuður rúmlega hálfnaður og því bara rétt rúmur mánuður eða 44 dagar þangað til að veiðin hefjist formlega.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: