Fréttir
Apríl 2019

Nú eru veiðivötnin að opna hvert af öðru. Á morgun, 15. apríl opnar fyrir veiði í Kleifarvatni á Reykjanesi. Vatnið er spennandi snemmsumarsvatn enda margir risaurriðar sem dóla í vatninu og er algengast er að þeir veiðist í apríl og maí. Í framhaldi opnar svo fyrir veiði í Meðalfellsvatni þann 19. og Þingvallavatni þann 20. apríl. Elliðavatnið opnar svo á sumardaginn, sem er 25. apríl í ár.

Varðandi bleikjuna þá segja fróðir menn að ef menn ætla að veiða í dýpinu þurfi gríðarlega langan taum, jafnvel 3-4 metra og draga hægt. Það á að vera árangursríkasta aðferðin í bleikjuveiðinni í Kleifarvatni í klettunum við Syðri-Stapa og Lambhagatanga.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um Kleifarvatn.


Marcin með fallega bleikju 2017.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Það er ekki hægt að segja annað en að vatnaveiðin hafi farið rólega af stað. Fyrstu dagar aprílmánaðar voru kaldir og buðu ekki upp á mikla silungsveiði. Margir hafa þó lagt leið sína í Vífilsstaðavatn og Hraunsfjörð, jafnan í skamma stund í senn vegna kulda. 

Það verður sumarlegra samt með hverjum deginum sem líður og strax í næstu má búast við að það verði orðið betra a.m.k hér á suðvesturhorninu.

Einnig styttist í að það opni fyrir veiði í Kleifarvatni (15. apríl) og Meðalfellsvatni (19. apríl). Einnig bíða veiðimenn sem sækja í stórurriðann á Þingvöllum með öndina í hálsinum, en þar hefjast veiðar 20. apríl.  Elliðavatnið fer í gang á sumardaginn fyrsta þannig að biðin er að styttast og við hlökkum til að fá fregnir af veiðimönnum í sumar og hvetjum ykkur til að senda okkur fréttir og myndir í sumar til að deila með öðrum veiðimönnum.


Það styttist í að silungsveiðimenn geti farið að skunda á Þingvelli og reynt við bleikju og urriða.

 

Með kveðju,

Veiðikortið

Í bæklingi Veiðikortsins 2019 laumaðist ein villa tengd Meðalfellsvatni, en eins og kynnt hefur verið þá opnar vatnið ekki fyrir veiði fyrr en 19. apríl.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda, enda einhverjir veiðimenn nú þegar búnir að taka forskot á sæluna.

 

Með bestu kveðju,

Veiðikortið

Mars 2019

Veiðitímabilið í vatnaveiðinni hefst formlega 1. apríl. Það þarf því ekki að telja lengi niður í að veiðimenn geti farið að renna fyrir silung. Veðrið síðustu daga og aukin birta fær óhjákvæmlega veiðimenn til að koma út úr vetrarhýðinu og kíkja á og yfirfara veiðigræjurnar.  Það verður spennandi að sjá hvernig veðurfarið verður í byrjun apríl en vonandi verður hlýtt og gott þannig að upphafið á veiðitímabilinu verði skemmtilegt.

Lesa meira...

Desember 2018

Veiðikortið óskar korthöfum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og fengsældar á komandi ári!

 

Með jólakveðju,

Veiðikortið

Veiðikortið 2019 er komið út og klárt í jólapakka veiðimanna!

Kortið er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir veiðimenn enda oft erfitt að velja gjöf fyrir veiðimenn. Handhafar Veiðikortsins munu geta veitt ótakmarkað í 34 veiðivötnum vítt og breitt um landið. Kynntu þér frábær vatnasvæði Veiðikortsins 2019!

Lesa meira...

Nóvember 2018

Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2019 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!

Lesa meira...

September 2018

Nú þegar flest vötnin hafa lokað fyrir veiði þá er rétt að benda á að enn er heimilt að veiða í Úlfljótsvatni. Í Úlfljótsvatni má eflaust krækja í fallega urriða en um er að ræða sama stofn og er í Þingvallavatni.

Bo Agersten sem býr í Reykjavík fékk bróður sinn í heimsókn fyrir nokkrum vikum. Þeir kíktu meðal annars í Úlfljótsvatn og gekk vel en þeir fóru einnig í Þingvallavatn.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: