Fréttir
Janúar 2017

Yfirstandandi vetur hefur verið óvenju góður og er með þeim hlýrri síðustu árin og má benda á að mörg vötn eru ennþá íslaus. 

Í gegnum árin hefur iðulega verið hnausþykkur ís á flestum vötnum og dorgveiðimenn hafa geta stundað sína iðju að mestu í janúar, febrúar og mars. Þeir þurfa eflaust að fara upp á hálendið til að finna ísilögð vötn með nægilega þykkum ís.

Lesa meira...

Desember 2016

Hér má skoða vefútgáfu bæklingsins sem fylgir Veiðikortinu 2017.  Prentuð útgáfa fylgir að sjálfsögðu með hverju seldu Veiðikorti.

Lesa meira...

Nóvember 2016

Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!

Lesa meira...

Október 2016
URRIÐADANS Í ÖXARÁ
 
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 15. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann. Þetta verður í 14. skiptið í röð sem gangan er haldin.
September 2016

Þrátt fyrir að haustið nálgist þá er ennþá fínir veiðmöguleikar í Vestmannsvatni.

Veiðimaður sem átti leið þar framhjá í fyrradag (15. sept), stoppaði við vatnið í rúma klukkustund og fékk hann 3 pattaralega urriða. 

Lesa meira...

Það er sannarlega farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu. Haustlægðirnar eru farnar að gera vart við sig og vötnin loka eitt af öðru.

Lesa meira...

Ágúst 2016

Nú er haustið farið að banka á dyrnar og fyrstu vötnin farin að loka fyrir veiðimönnum.

Lesa meira...

Sigurður Valdimar Steinþórsson var fyrir vestan í gær.  Hann tók þar skemmtilega mynd af Sauðlauksdalsvatni úr flygyldi sínu.

Veiðin var frekar rólegt en þurrt hefur verið fyrir vestan í sumar og fiskurinn því í frekar litlu tökustuði.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: