Fréttir
20. apr. 2019

í dag, 20. apríl hefst formlega veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Veiðin hefur farið vel af stað á öðrum svæðum í Þingvallavatni sem hafa þegar opnað fyrir veiði þannig að við vonum það besta.

Við minnum á að fyrir landi þjóðgarðsins má aðeins veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt aftur, en það gildir frá 20. apríl - 1. júní.

Góða skemmtun og endilega sendið okkur upplýsingar um gang mála á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 


Hér er Rasmus Ovesen með fallegan urriða frá opnunardeginum 2015, en þá var keimlíkt veður og spáin segir til um í dag.
Þessi mynd er tekin við Leirutá í Lambhaga.

Með kveðju,

Veiðikortið

Fréttasafn

Veldu ár: