Það voru margir veiðimenn mættir í opnun Vífilsstaðavatns í gær, 1. apríl. Vatnið leit vel út eftir að hafa verið ísilagt nokkrum dögum áður. Veðrið lék við veiðimenn en það var sól þrátt fyrir smá skúragang í kringum hádegið.
Nú styttist í opnum nokkurra vatnasvæða. Það þarf mikið að breytast veðurspáin fyrir næstu daga til að hægt verði að veiða í vinsælustu vötnunum en óvenjulegt þykir að vötnin á suðvestur horninu séu ísilögð á þessum tíma.
Hann Ívar Hauksson hefur stundar Sauðlauksdalsvatnið mikið í gegnum árin og þekkir það vel. Hann er á því að vatnið sé eitt það allra skemmtilegasta veiðivatn á landinu, enda fallegir fiskar og fallegt umhverfir. Ljós skeljasandur er einkennandi fyrir svæðið en það má í raun líkja þessu við að vera kominn á sólarströnd að vera við vatnið á góðum degi.
Ívar sendi okkur nokkrar myndir úr safni sínum og á hann þakkir skildar fyrir það, enda alltof fáar myndir sem við höfum fengið frá veiðimönnum frá þessu fallega svæði.
Það verður mikið um að vera í Bíó Paradís milli klukkan 18-20 en þá verður haldin veiðisýning fyrir almenning milli klukkan 18-20. Frítt er inn á sýninguna. Í framhaldi af sýningunni hefst kvikmyndahátiðin RISE fyrir þá sem hafa tryggt sér miða i veiðibíó, en miðar á hana eru löngu uppseldir.
The best time of the year for icefishing is coming up with more daylight and frozen lakes. Gustaf went to Sydridalsvatn (lake) and here is a nice video in Icelandic.