


Þingvallavatn fer vel af stað
Þingvallanefnd ákvað að breyta reglum um Þingvallavatn fyrir veiðitímabilið 2014 og opnaði það 20. apríl í staðinn fyrir 1. maí áður. Einnig er rétt að benda á að sleppiskylda er á öllum veiddum urriða til og með 31. maí og á þessu tímabili má aðeins veiða með flugu. Frá og með 1. júní er heimilt að veiða á flugu, maðk og spún.
Veiðin í vatninu fer ágætlega af stað þrátt fyrir kulda og höfum við frétta af nokkrum urriðum sem hafa komið á land og gott er að vita af því að þeir fiskar eru ennþá í vatninu, því þeim var sleppt aftur eins og nýjar reglur við vatnið gera ráð fyrir.

Þingvallavatn lake has opened – nice trouts!
The rules at lake Þingvallavatn was changed for this season that started last Sunday. The period from 20th of April to 31st of May is only allowed to fly fish and every brown trout needs to be released back in the water. After that, from 1st of June worm and lures are allowed as well and no restriction for catch and release.
Lake Þingvallavatn (Thingvallavatn) is famous for its trophy brown trouts, but the trouts there mostly feed on other fishes like char, instead of only small insects and therefore it grows very fast. Every year many 10kg + are cought in the lake. The opening days has been fine even though it has been quite cold.
Þingvallavatn opnar á morgun, 20. apríl
Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins opnar formlega á morgun 20. apríl, en hann ber upp á Páskadegi. Síðustu ár hefur svæðið opnað 1. maí en nú var tekin ákvörðun um að flýta opnun. Veðurspáin mætti vera betri en veðurspáin gerir ráð fyrir að lofthiti verði rétt yfir frostmarki og væntanlega einhver gola. Það kemur eflaust ekki í veg fyrir að urriðinn verði á sveimi.

Vífilsstaðavatn – hundabann til 1. júlí


Fín veiði í Meðalfellsvatni
Veiðimenn hafa verið duglegir að kíkja í Meðalfellsvatnið, enda stutt að skjótast fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Leszek Robert Laskowski kíkti í vatnið í gærmorgun og fékk þennan flotta urriða sem var 63cm og 1,79kg að þyngd.
Kleifarvatn á Reykjanesi opnar á morgun.
Kleifarvatn opnar formlega á morgun, þriðjudaginn 15. apríl. Unnendur Kleifarvatns bíða eflaust með eftirvæntingu til að kanna aðstæður, en vatnið gefur oft fína veiði fyrri hluta sumars.

Gíslholtsvatn að verða íslaust
Gíslholtsvatn er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014. Vatnið hefur iðulega verið fengsælt þegar ísa leysir og hafa veiðimenn skotist þangað áður en önnur vötn opna jafnvel í febrúar og mars. Mikill ís myndaðist á vatninu eins og flestum öðrum vötnum í vetur og er vatnið fyrst að hrista af sér ísinn núna.

Sjóbirtingur í Þveit
Þveit opnaði þann 1. apríl. Jens-Olafur frá Svíþjóð var á ferðinni þar 2. apríl og fékk fallegan 1,5kg fisk í fyrsta kasti. Fisknum var sleppt aftur en fiskurinn tók fluguna Copper cat black #10.
Svæðið er orðið islaust og því tilvalið fyrir þá sem búa fyrir austan að gera sig klára sem og fyrir þá sem eru á ferðinni að kíka þangað.

Sea trout in lake Þveit
The lake Þveit opened on the 1st of April lake many other lakes. Jens-Olafur from Sweden, was fishing there on the 2nd of April and got a nice 1.5kg sea-trout in the firs cast. The fish was released but he took a fly called Copper Cat Black #10.
The area is clear from snow and ice and it a ideal place for aiming for the sea-trout before he goes back to the sea.