Úlfljótsvatn komið í gang!
Mikið líf hefur verið í Úlfljótsvatni og hafa veiðimenn bæði verið að fá fallegar bleikjur og fína urriða. Það er ánægjulegt að heyra af góðri bleikjuveiði í Úlfljótsvatni núna, en oft fer bleikjuveiðin ekki á fullt í Úlfljótsvatni fyrr en um miðjan júní.