Frábært byrjun í vatnaveiðinni!
Vatnaveiðin hefur farið vel af stað eins og veiðimenn hafa eflaust séð sem fylgja okkur á Facebook og Instagram. Þar reynum við að póst fréttum þegar þær gerast.
Elliðavatnið hefur sjaldan verið einn gjöfult í maí, a.m.k. síðustu árin. Veiðimenn hafa verið að fá marga urriða um og yfir 50 cm. Nýlega fór bleikjan að sýna sig er hún í sérstaklega góðum holdum.
Bleikjan er að vakna í Þingvallavatni, en urriðaveiðin þar hefur oft verið betri, þó svo þeir sem þekkja vel til hafa verið að fá einn og einn risaurriða. Það verður spennandi að fara í vatnið á næstu dögum og eldast við bleikjuna, en hún er mjög væn, sérstaklega þessar fyrstu sem mæta á svæðið. Einnig höfum við heyrt af veiðimönnum gera fína veiði í Úlfljótsvatni.
Kuldu og leysingar hafa orðið til þess að jafnan er meira vatn og kaldara í flestum ám og vötnum. Hraunsfjörður er þar engin undantekning, en þar virðist veiðin vera að fara eitthvað seinna í gang. Það má reikna með að veiðimenn eigi eftir að gera gott mót þar á næstunni og við fylgjumst vel með gangi mála þar.
Við viljum minna veiðimenn á að skrá allan veiddan fisk á vefsíðunni okkar, veidikortdi.is/veidiskraning og endilega sendið okkur fréttir og myndir til að deila gleðinni með öðrum veiðimönnum. Einnig mælum við með að þú notir myllumerkið #veiðikortið þegar þú póstar þínum veiðiminningum á Instagram.
Vatnaveiðin er rétt að byrja! Góða skemmun!
Hér fyrir neðan er mynd frá Óskari Arnarsyni sem fékk þessa fallegu bleikju á Þingvöllum í vikunni og til hægri er mynd frá Daníel Egilssyni með veiði úr Elliðavatni fyrir örfáum dögum.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið