Veiðisvæði

Staðsetning: 

Víkurflóð er í rétt sunnan við Kirkjubæjarklaustur við þjóðveg 204.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er um 12 ha. að stærð og um þriggja metra djúpt.  Þegar líður á sumarið vex gróðurhringur upp úr vatninu sem getur gert spúnaveiði erfitt fyrir. 
 
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.
Fjarlægð er um 260 km. frá Reykjavík og 4 km. suður af Kirkjubæjarklaustri.
 

Veiðisvæðið:

Veiði er heimil í öllu vatninu.
 

Gisting:  

Hægt er að  leigja smáhýsi og hótelgistingu á staðnum á Hótel Laka.  Veitingaþjónusta er á Efri Vík en auk þess er 7 mínútna akstur er á Kirkjubæjarklaustur, en þar er að finna verslun, þjónustu og tjaldstæði.
 

Veiði:  

Í vatninu er bæði sjóbirtingar og bleikjur sem ganga upp Skaftá og þaðan um læk inn í Víkurflóð.  Auk þess er staðbundinn bleikja og urriði í vatninu.   Stærð fiska er allt frá smáfiski upp í 5-6 punda fiska.  Sjóbirtingur finnst víðast hvar, einnig í sefinu sunnanmegin í vatninu. 
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil:

Veiði er leyfð allt árið um kring.
 

Agn:  

Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn. Góð aðstaða er til fluguveiða. 
 

Besti veiðitíminn:

Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags. 
 

Annað:  

Á Efri Vík er glæsilegur 9 holu golfvöllur þannig að hægt er að slá tvær flugur í einu höggi og fara í veiði og golf í sömu ferðinni.  Sjá  www.hotellaki.is
 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Efri-Vík (Hótel Laki).  Sýna þarf Veiðikortið og skilríki.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Hörður Davíðsson, Efri-Vík (Hótel Laki), s: 412-4600. www.hotellaki.is
 
 


View Larger Map