Veiðisvæði

Staðsetning:   

Vífilsstaðavatn er í Garðabæ, austan við Vífilsstaði.
 

Upplýsingar um vatnið: 

Vatnið er í 38 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km2 að flatarmáli.  Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins, en einnig til að fara yfir veiðibúnaðinn fyrir sumarið. Þess má geta, að Vífilsstaðavatn er tilvalið til að æfa fluguköst.
 

Veiðisvæðið:   

Heimilt er að veiða í öllu vatninu.  Best er að veiða sunnanmegin í vatninu, en einnig undir hlíðinni að norðaustanverðu. ATHUGIÐ AÐ BANNAÐ ER AÐ VEIÐA Á MERKTU SVÆÐI NORÐANMEGIN Í VATNINU vegna verndunar Flórgoðans. - Sjá kort.
 

Gisting: 

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið.
 

Veiði:   

Í vatninu fæst einkum urriði og bleikja.  Mest er um smábleikju, en einnig veiðist töluvert af stærri fiski, yfirleitt 1-2 pund. Fiskurinn úr vatninu er mjög góður matfiskur.
 

Daglegur veiðitími:   

Leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 24.
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið hefst 1. apríl og lýkur því 15. september. 
Hægt er að sækja um leyfi til dorgveiði á ís.  Dagsveiðileyfi er hægt að kaupa í Þjónustuveri Garðabæjar á Garðatorgi 7 á kr. 1.000.- 
 

Agn:   

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:   

Jafnan veiðist best á vorin, í maí og júní.
 

Reglur:   

Vífilsstaðavatn var friðlýst þann 2. nóvember 2007 sem friðland.  Vatnið er í eigu og umsjón Garðabæjar og nýtur ákvæða laga um friðýsingar sbr. lög um náttúruvernd nr. 44/1999. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og fylgja leiðbeiningum á skiltum friðlandsins.   Hundar skulu vera í bandi í friðlandinu og notkun vélbáta er óheimil.  Sýna þarf Veiðikortið og persónuskilríki þegar veiðivörður vitjar veiðimanna.  Algjört hundabann er í friðlandi Vífilsstaðavatns frá 15. apríl til 1. júlí.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: 

Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar, S: 525-8588 og GSM: 820-8588