Staðsetning:
Kleifarvatn og Mjóavatn eru í Breiðdal.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.
Fjarlægð er um 600 km. frá Reykjavík og 75 km. frá Egilsstöðum.
Upplýsingar um vatnasvæðið:
Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2.
Veiðisvæðið:
Veiða má á öllum bökkum vatnsins.
Gisting:
Hægt er að leigja sumarhús með eldunaraðstöðu og borðbúnaði fyrir 5-6 í gistingu í tveimur herbergjum með öllu tilheyrandi, nema sængurfötum. Ráðlagt er að panta húsið með fyrirvara hjá Ingunni Gunnlaugsdóttur, Innri Kleif í síma: 475-6789 eða 896-4239. Bátur fylgir húsinu. Einnig hægt að panta í síma 475-6754 (Gunnlaugur eða Þóra). Veiðikortshöfum er heimilt að tjalda endurgjaldslaust á túni við vatnið á eigin ábyrgð. Ekki er hreinlætisaðstaða við tjaldstæði
Veiði:
Urriði eru í Kleifarvatni og algengt er að silungurinn sé um 2 pund. Í Mjóavatni má finna bæði bleikju og urriða og getur silungurinn orðið vænn.
Daglegur veiðitími:
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
Tímabil:
Veiðitímabilið er frá 1. maí til 31. september.
Agn:
Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn.
Besti veiðitíminn:
Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.
Reglur:
Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Innri-Kleif. Sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Hægt er að leigja bát við vatnið.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Ingunn Gunnlaugsdóttir, Innri Kleif, sími: 475-6789 eða 896-4239.
Sýna stærra kort