Fréttir
September 2018

Nú þegar flest vötnin hafa lokað fyrir veiði þá er rétt að benda á að enn er heimilt að veiða í Úlfljótsvatni. Í Úlfljótsvatni má eflaust krækja í fallega urriða en um er að ræða sama stofn og er í Þingvallavatni.

Bo Agersten sem býr í Reykjavík fékk bróður sinn í heimsókn fyrir nokkrum vikum. Þeir kíktu meðal annars í Úlfljótsvatn og gekk vel en þeir fóru einnig í Þingvallavatn.

Lesa meira...

Nú er farið að síga á seinni hlutann og mörg vatnanna í Veiðikortinu að loka eftir daginn í dag. Það er því síðasti séns að veiða í vötnum eins og Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni og Berufjarðarvatni.

Við hvetjum því veiðimenn til að njóta veðurblíðunnar í dag og skella sér í vötnin áður en þeim lokar.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Veiðimenn sem hafa farið á Skagaheiðina í sumar hafa fengið fína veiði og fiskur hefur verið í góðum holdum.

Lárus Óskar fer á hverju ári á Skagaheiðina (Ölfusvatnssvæðið) og í sumar fóru þeir félagar dagana 14.-17. júní. Þeir fengu skelfilegt veður sem einkenndist af haglélum, roki og óvanalega miklum kulda. Þrátt fyrir afleit skilyrði náðu þeir að veiða um 70 fiska og voru óvenju margir um 2,5 pund, þannig að heildarvigtin á aflanum var góð.  

Lesa meira...

Ágúst 2018

Svo virðist sem urriðinn sé mættur í þjóðgarðinn á Þingvöllum og það mikið af honum.

Við höfum heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið.  Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. 

Lesa meira...

Nú þegar daginn tekur að styttast fer urriðinn meira á stjá.  Jón Gunnar Kristinsson var heldur betur með heppnina með sér þegar hann kíkti í Kleifarvatn á Reykjanesi í morgun.

Lesa meira...

Júlí 2018

Þingvallavatn hefur aldeilis verið að standa fyrir sínu en afbragðs bleikjuveiði hefur verið í vatninu í sumar. Fjölmargir veiðimenn hafa upplifað sannkölluð ævintýri við vatnin en þó fáir sem hafa lent í öðru eins ævintýri og Jakob Sindir upplifði í þjóðgarðinum í gær.

Lesa meira...

Sigurður Karlsson kíkti í Hraunfjörðinn í morgunsárið og lenti í hörku veiði þar og nokkuð ljóst að bleikjan er að mæta í vatnið. Hraunsfjörður er einn af bestu sjóbleikjuveiðistöðum á landinu og því gott að heyra að bleikjan sé byrjuð að ganga upp í lónið.

Lesa meira...

Júní 2018

Bleikjuveiðin í Þingvallavatni hefur verið frábær það sem af er sumri. Horfa þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærilegt veiðisumar en veiðimenn hafa verið að rígvænar bleikjur og óvanalega margar.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: