Fréttir
Maí 2020

Þeir sem panta kortið á netinu mega búast við því að afhending geti tekið frá 5-10 dögum eins og staðan er í dag en afhendingartími virðist vera nokkuð mismunandi milli hverfa.

Hægt er að sækja kortið til okkar á Rafstöðvarveg 14, en þá þarf að láta vita af því um leið og kortin eru pöntun þannig að þau fari ekki í póst.  

Með kveðju,

 

Veiðikortið

Apríl 2020

Eiður Kristjánsson fluguhnýtari og veiðimaður hefur verið iðinn við að veiða í vötnunum í nágrenni borgarinnar.  Hann er öflugur fluguhnýtari og hefur hér tekið saman leiðbeingar um hvernig má hnýta fjórar öflugar flugur sem virkar mjög vel í Elliðavatni sem og auðvitað víðar. Elliðavatn opnar fyrir veiðimönnum á morgun sumardaginn fyrsta þannig að það er tilvalið að nýta síðasta kvöld vetrar til að setjast við hnýtingar! Við þökkum Eiði fyrir þetta.

Lesa meira...

 

Veiðisumarið hefst í Elliðavatni sumardaginn fyrsta

Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi. Þangað leggja leið sína þúsundir veiðimanna á öllum aldri ár hvert.  Síðustu sumur hafa verið góð og það er í raun magnað að hægt sé að komast í slíkar veiðilendur steinsnar frá ys og þys borgarinnar.

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl hefst veiðin í Elliðavatni enn eitt árið. Vatnið breiðir út faðm sinn og tekur vel á móti yngri veiðimönnum sem hinum eldri. En Elliðavatn getur líka verið krefjandi veiðivatn og er oft kallað „háskóli fluguveiðimannsins“. Elliðavatn er oft gjöfult, ekki síst framan af veiðitímabilinu og það er enngin ástæða til annars en að láta sig hlakka til þess að njóta útiverunnar við vatnið.

Veiðikortið – sem er stoltur leigutaki og umsjónaraðili Elliðavatns – býður veiðimenn á öllum aldri hjartanlega velkoma til veiða í Elliðavatni í sumar og hvetur til þess að menn opni veiðisumarið í vatninu og haldi þannig með viðeigandi hætti upp á sumarkomuna; í Elliðavatni á sumardaginn fyrsta!

Veiðikortið fæst um allt land, á bensínstöðvum, í veiðibúðum auk þess sem hægt er að panta það hér á heimasíðunni veidikortid.is og fá það sent heim.

 

Gagnlegt er að skoða bæklinginn sem hann Geir Thorsteinsson gerði um Elliðavatnið:  << SMELLA HÉR >>

 

Við vorum að setja inn á vefinn vefútgáfu af fylgiriti Veiðikortsins.

Nú er um að gera að fara að skipuleggja veiðiferðir sumarsins.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Þrátt fyrir kulda og frekar erfið skilyrði fyrir vatnaveiði, þá er einn og einn sem lætur sig hafa það, klæðir sig vel og skellir sér í veiði.

Við höfum heyrt að nokkrum hörðum veiðimönnum sem hafa kíkt í Vífilsstaðavatnið.

Andri Rafn Helgason keypti sér Veiðikortið í dag og brunaði upp í Vífilsstaðavatn til að ná úr sér veiðihrollinum. Það var kalt í dag en þrátt fyrir það fékk hann fallegan urriða í dag. Urriðinni tók Peacock púpu með appelsínugulan kúluhaus og skott. Við höfum heyrt af öðrum veiðimanni sem kíkti snöggt og fékk hann einnig urriða. Við höfum ekki heyrt af bleikjuveiði enn sem komið er en það er klárt að urriðinn er á ferðalagi.

Hér fyrir neðan er mynd af Andra með fiskinn.


Andri Rafn í Vífilsstaðavatni í dag.


Hér sést urriðinn betur.

 

Það er því um að gera að klæða sig vel og láta sig hafa það að kíkja þó ekki sé nema í hálftíma og hálftíma.

Góða helgi kæru veiðimenn,

Veiðikortið

 

Mars 2020

Veiðitímabililð 2020 hefst formlega á morgun, 1. apríl.  Þrátt fyrir snjóþungan og kaldan vetur virðast aðstæður verða ágætar á morgun amk í nágrenni höfuðborgarinnar.

Væntanlega munu margir kíkja í Vífilsstaðavatn og veiða þann hluta vatnsins sem er ekki ísilagður.  

Bjarni Júlíusson átti leið um Hraunsfjörðinn í dag og tók myndina hér fyrir neðan. Ástandið þar er nokkuð gott, en ennþá er mikill ís sunnan megin í firðinum en væntanlega íslaus rönd meðfram austurkanntinum. Allt íslaust norðan við garðainn. Það er því óhætt fyrir veiðimenn að reyna Hraunfjörðinn á morgun.

Hér er hægt að skoða töflu yfir opnunartíma vatnanna.

 


Svona leit Hraunsfjörður út í dag.  @Bjarni Júlíusson 

 


Mynd frá 1. apríl 2017. 

 

Gleðilegt nýtt veiðitímabil.

Veiðikortið 

 

 

Febrúar 2020

 

Sauðlauksdalsvatn - vatnakynning

Lesa meira...

Desember 2019

Veiðikortið óskar veiðimönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!

 

Fréttasafn

Veldu ár: