Fréttir
Nóvember 2020

Veiðikortið hefur samið við Veiðifélag Landmannaafréttar um að Frostastaðavatn að Fjallabaki verði með í Veiðikortinu 2021.

Frostastaðavatn er stærst vatnanna í vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Um er að ræða frábært veiðivatn sem geymir óvenju mikið af silungi. Mest er þó af smábleikju en inn á milli eru vænir fiskar. Vatnið er því eins og sérhannað fyrir þá sem vilja fara með unga veiðimenn með mjög mikla veiðivon.

Lesa meira...

Við vitum að það getur stundum verið snúið að losa límmiðana sem hafa fylgt með Veiðikortinu úr bílgluggum, sérstaklega eftir að þeir hafa staðið í mörg ár.

Með Veiðikortinu 2021 kemur ný útgáfa af plastmiðum sem festast á gluggann án þess að límast en nóg er að leggja miðann á gluggan en þeir ná góðri bindingu án þess að límast við. Það er ekkert mál að ná þessum miðum af gluggum og vonum við að einhverjir verði ánægðir með þessa breytingu.  Ef þú selur bílinn ætti ekki að vera neitt mál að kippa miðanum úr gamla bílnum og setja í nýja bílinn.

Lesa meira...

September 2020

Nú er farið að styttast í annan endann á veiðitímabilinu í ár og aðeins fá vatnasvæði enn opin fyrir veiði.  Þá veiðimenn sem enn klæjar í puttana að fara að veiða geta skoðað HÉR lista yfir opnunartíma vatnanna.

Lesa meira...

Ágúst 2020

Sléttuhlíðarvatn er eitt af þessum vötnum sem gefur jafnan mjög góða veiði enda mikill fiskur í vatninu. Það er staðsett á milli Hofsós og Siglufjarðar.

Sigmundur Elvar Rúnarsson 8 ára fór þangað ásamt föður sínum um helgina og fékk þar sinn fyrsta fiski eftir stutt stopp og veiðibakterían hjá þeim feðgum að lifna við.

Við hvetjum ferðalanga til að kíkja í vatnið þó ekki sé nema stutt stopp þegar verið er að ferðast um landið.  Mikið er af bæði bleikju og urriða í vatninu og klárlega eitt af skemmtilegri veiðivötnum í Veiðikortinu fyrir fjölskyldur.

Lesa meira...

Júlí 2020

Fín veiði hefur verið í Úljótsvatni í sumar og margar vænar bleikjur komið á land sem og fallegir urriðar.

Hér er Guðjón Þór Þórarinsson með eina rígvæna bleikju sem vóg rúmlega 3 kg og var 60 cm sem hann veiddi í gær. Það er óhætt að segja að hún sé nánast hnöttótt!  Virkilega fallegur fiskur.

Lesa meira...

Það er búið að vera mjög góð veiði í Hraunsfirði í sumar. Í vatninu er aðallega sjóbleikja og flakkar hún gjarnan um vatnið í stórum torfum. Margir veiðimenn hafa fengið fína veiði þar í sumar en auðvitað er bleikjan ekki alltaf í kastfæri og því ekki allir sem hafa fengið góða veiði.

Lesa meira...

Júní 2020

SVFR og Veiðikortið bjóða veiðifólki og fjölskyldum þeirra til Þjóðhátíðar við gamla Elliðavatnsbæinn milli kl 13 og 15 þann 17. júní

Lesa meira...

Einn besti tíminn í vatnaveiðinni er að nálgast. Þegar skordýralíf fer á fullt og gróður færist í fullan blóma þá fer silungur í vötnum landsins á mikla hreyfingu og færist nær landi þar sem jafnan má finna mestu fæðuna.

Nú þegar hefur tímabilið gengið vel það sem af er. Urriðaveiðin í Þingvallavatni hefur gengið vel og margir rígvænir fiska allt upp í 20 pundin hafa komið á land. Einnig voru veiðimenn að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Kleifarvatni.

Lesa meira...

Fréttasafn

Veldu ár: